Ertu hetja?

 

Undanfarin misseri hafa verið viðburðarík í Faerun. Trúfélag Drekans reyndi að særa fram Tiamat, útsendarar illu frumaflanna hafa látið að sér kveða og samfélagsskipan risanna farið úr skorðum. Það er orðið enn hættulegra en áður að ferðast milli þeirra fáu þéttbýliskjarna sem finna má í norðrinu. Oft var hetja og hugumprúðra einstaklinga þörf, en neyðin er jafnvel enn meiri nú. Hver veit hvaða ævintýri bíða handan við næstu hæð?

Viðskipti þurfa þó enn að eiga sér stað og hafa ýmis verslunarhús og gildi kaupmanna margfaldað gæslu vagnalesta sem fara um hættulegar slóðir. Allt kemur þó fyrir ekki, aðeins allra ríkustu kaupmenn hafa efni á færum ævintýramönnum, einstaklingum sem geta barist mót kubbildum, drýslum og orkum, að ógleymdum risum, drekum, tröllum og öðrum vættum. Og þar sem hausta tekur brátt, er örvænting margra kaupmanna orðin áþreifanleg, enda mikilvægt að koma vörum í verð.

Í Everlund, borginni sem stendur beggja megin við Rauvin fljót, er hið sama uppi á teningnum. Kaupmannasamtök og verslunarhús horfa upp á að brenna inni með peninga. Hverjum þeim sem treystir sér til að verja vagnalestir eru boðnar góðar tekjur. Margir af þeim snúa aldrei aftur.

Forgotten Realms - The Ring of Winter

Ringlogo Skari sindrieinarsson Hjalti82 wiceman arnaregils